Snæfinnur Snjókarl

 

 
Icelandic Version

Snæfinnur snjókarl
var með snjáðan pípuhatt,
Gekk í gömlum skóm
og með grófum róm
gat hann talað, rétt og hratt.
“Snæfinnur snjókarl!
Bara sniðugt ævintýr,”
segja margir menn,
en við munum enn
hve hann mildur var og hýr.

En galdrar voru geymdir
í gömlu skónum hanns:
Er fékk hann þá á fætur sér
fór hann óðara í dans.
Já, Snæfinnur snjókarl,
hann var snar að lifna við,
og í leik sér brá
æði léttur þá,
-uns hann leit í sólskinið.

Snæfinnur snjókarl
snéri kolli himins til,
og hann sagði um leið:
“Nú er sólin heið
og ég soðna, hér um bil.”
Undir sig tók hann
alveg feiknamikið stökk,
og á kolasóp
inn í krakkahóp
karlinn allt í einu hrökk.
Svo hljóp hann einn,
-var ekki seinn-
og alveg niðrá torg,
og með sæg af börnum söng hann lag
bæði í sveit og höfuðborg.
Já, Snæfinnur snjókarl
allt í snatri þetta vann,
því að yfir skein
árdagssólin hrein
og hún var að bræða hann.
 
 
 
 


English Version

Frosty the snowman was a jolly happy soul,
With a corncob pipe and a button nose
And two eyes made out of coal.
Frosty the snowman is a fairy tale, they say,
He was made of snow but the children
Know how he came to life one day.
There must have been some magic in that
Old silk hat they found.
For when they placed it on his head
He began to dance around.
O, Frosty the snowman
Was alive as he could be,
And the children say he could laugh
And play just the same as you and me.
Thumpetty thump thump,
Thumpety thump thump,
Look at Frosty go.
Thumpetty thump thump,
Thumpety thump thump,
Over the hills of snow.

Frosty the snowman knew
The sun was hot that day,
So he said, “Let’s run and
We’ll have some fun
Now before I melt away.”
Down to the village,
With a broomstick in his hand,
Running here and there all
Around the square saying,
Catch me if you can.
He led them down the streets of town
Right to the traffic cop.
And he only paused a moment when
He heard him holler “Stop!”
For Frosty the snow man
Had to hurry on his way,
But he waved goodbye saying,
“Don’t you cry,
I’ll be back again some day.”
Thumpetty thump thump,
Thumpety thump thump,
Look at Frosty go.
Thumpetty thump thump,
Thumpety thump thump,
Over the hills of snow.

 
Copyright 2012. Europeisnotdead. All Rights Reserved.

Leave a Reply

Close Menu